201673
Fá eintök eftir

Les Tourelles de Longueville 150 cl

16.799 kr

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
201673
Fá eintök eftir

Les Tourelles de Longueville 150 cl

16.799 kr

Vörulýsing

Öll bestu víngerðarhús Bordeaux framleiða tvö eða fleiri vín af ekrum sínum. Þrúgur af elsta vínviðnum fara í Chateau-vínið en af yngri vínvið í “annað” eða “sécond” vínið. Þetta er annað vín Chateau Pichon Longueville, eins konar litli bróðir, framleitt úr þrúgum af hluta ekrunnar sem nefndur er Sainte Anne auk þrúgna af yngri vínvið.  

Ekrur Pichon eru með þeim bestu í þorpinu Pauillac og undanfarin áratug hafa átt sér stað gífurlegar breytingar bæði á ekrunum og víngerðarhúsinu til að tryggja víninu frá Pichon þann sess sem það ber. Þrúgurnar í stóra vínið fara eru nú einungis af tiltölulega litlu svæði ekrunnar sem liggur hvað hæst og er með svipaða jarðfræði og nágranninn Latour. Þrúgur af öðrum svæðum ekrunnar fara nú í Tourelles og gæði Tourelles eru nú að mörgu leyti sambærileg við gæði Chateau-vínsins fyrir rúmum áratug. Þetta er sem sagt hörkuvín af einni bestu Grand Cru ekru Bordeaux.

Það er ekkert „annað“ við þetta vín, þetta er stórt mikið og tignarlegt vín. Mjög dökkur og kryddaður ilmur, sólber, krækiber, laufkrydd, kaffi og lakrís ásamt vel samofinni eik. Í munn þétt meðalfylling, fínlegt og frábærlega strúktúrerað og balanserað vín, kröftug og þétt tannín halda víninu saman og gefa því góða grind sem ávaxtamassinn byggir utan um. Frábært vín. Með rjúpu, hreindýri, önd og öllu öðru góðu. Má alveg geyma í all nokkur ár, umhellið. 

Frakkland
Frakkland
Compagnie Medocaine

RZ Specification Groups

Árgangur

2017

Magn

150cl

Styrkur

13.5%

Bragð

Meðalfyllt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
Vörulýsing

Öll bestu víngerðarhús Bordeaux framleiða tvö eða fleiri vín af ekrum sínum. Þrúgur af elsta vínviðnum fara í Chateau-vínið en af yngri vínvið í “annað” eða “sécond” vínið. Þetta er annað vín Chateau Pichon Longueville, eins konar litli bróðir, framleitt úr þrúgum af hluta ekrunnar sem nefndur er Sainte Anne auk þrúgna af yngri vínvið.  

Ekrur Pichon eru með þeim bestu í þorpinu Pauillac og undanfarin áratug hafa átt sér stað gífurlegar breytingar bæði á ekrunum og víngerðarhúsinu til að tryggja víninu frá Pichon þann sess sem það ber. Þrúgurnar í stóra vínið fara eru nú einungis af tiltölulega litlu svæði ekrunnar sem liggur hvað hæst og er með svipaða jarðfræði og nágranninn Latour. Þrúgur af öðrum svæðum ekrunnar fara nú í Tourelles og gæði Tourelles eru nú að mörgu leyti sambærileg við gæði Chateau-vínsins fyrir rúmum áratug. Þetta er sem sagt hörkuvín af einni bestu Grand Cru ekru Bordeaux.

Það er ekkert „annað“ við þetta vín, þetta er stórt mikið og tignarlegt vín. Mjög dökkur og kryddaður ilmur, sólber, krækiber, laufkrydd, kaffi og lakrís ásamt vel samofinni eik. Í munn þétt meðalfylling, fínlegt og frábærlega strúktúrerað og balanserað vín, kröftug og þétt tannín halda víninu saman og gefa því góða grind sem ávaxtamassinn byggir utan um. Frábært vín. Með rjúpu, hreindýri, önd og öllu öðru góðu. Má alveg geyma í all nokkur ár, umhellið.