Junmai Daiginjo er mjög blómlegt og ávaxtaríkt Saké, ilmur af melónum, sítrónu, bitter appelsínum, grænu grasi og salvíu, mikil fylling og breitt í munni með vott af steinefnum, þurrt, frábært jafnvægi af sítrónu og bitter appelsínu brögðum, arómatískt, fínlegt langt eftirbragð.
Hrísgrjónin hér eru hin svokölluðu Yamadanishiki grjón eða konungur Saké grjóna, hreinsuð niður í 38% af stærð grjónsins. Mælum með að drekka Junmai Daiginjo kalt 7-15 ° í vínglasi eða Saké glasi.
Akashi-Tai Sake Brewery er lítið „Boutique“ handverks framleiðandi í fiskiþorpinu Akashi í vesturhluta Japans nánartiltekið í héraðinu Hyogo. Allt Saké-ið þeirra er handundið samkvæmt hefðbundnum aðferðum í hæsta gæðaflokki. Saké hentar fyrir Vegan og grænmetisætur.