Raven Blood rauðvínið er afrakstur íslendingana Róberts Wessman og Jökuls Júlíussonar söngvara hljómsveitarinnar KALEO. Sameiginleg ástríða þeirra fyrir vínum og list varð til þess að þeir ákváðu að vinna að því að framleiða eigið vín saman. Útkoman er vín sem endurspeglar íslenska pallettu þeirra vina.
Vínið er blanda af 60% Merlot og 40% Cabernet Sauvignon frá Périgord og fær 10 mánaða eikarþroskun.
Vínið hefur fallegan djúpan og ákafan lit, kröftugur vöndur af rauðum berjaávexti sem einkennist af sólberjum ásamt blómlegum tónum, fjólur, svartur pipar og negul, nútímalegt og djarft í munni, góð uppbygging og tannín.