Hot Blood rauðvínið er innblásið af laglínum Jökuls Júlíussonar söngvara Kaleo, hefur rúbín rauðan lit, ilmur og bragð af „garrique“, ferskum rauðum og svörtum berjaávexti, Sichuan pipar, meðalfylling, þurrt með þægilegum tannínum.
Vínið er blanda af 70% Merlot, 20% Cabernet Sauvignon, 10% Malbec frá Bergerac og er óeikað.
Skannið QR kóða aftan á flöskunni til að heyra frumsamið lag eftir Jökul sem parast einstaklega vel við vínið.