Hentar vel með
Vörulýsing
Guado al Tasso er eitt af vínhúsum markgreifans Antinori. Það er staðsett í Bolgheri við vesturströnd Toskana og er þekktast fyrir rauðvínið sitt sem er eitt af þekktustu Súper-Toskana-vínunum. Þarna eru hins vegar líka kjöraðstæður fyrir hvítvínsþrúguna Vermentino. Hún er algeng á eyjunni Sardiníu en er líka ræktuð víða við vesturströnd Ítalíu (stundum undir heitinu Pigato) og í Provence í Frakklandi undir heitinu Rolle. Vermentino vex best við sjóinn og það einkum í Bolgheri þar sem hún nýtur sýn vel undir heitri Toscana sólinni.
Guado Al Tasso Vermentino, er ferskt og snarpt vín, þroskaður sítrus ávöxtur, grape, ferskjur, steinefni, hvít blóm og miðjarðarhafs kryddjurtir. Þurrt í munni, ferskt, skarpt og kröftugt. Flott jafnvægi og langt eftirbragð, vín fyrir sjávarrétti að hætti Miðjarðarhafsins, t.d. franska Bouillabaisse-súpu eða humarpasta.