Guado al Tasso er eitt af vínhúsum markgreifans Antinori. Það er staðsett í Bolgheri við vesturströnd Toskana og er þekktast fyrir rauðvínið sitt sem er eitt af þekktustu Súper-Toskana-vínunum. Hér höfum við IL Bruciato sem má segja að sé annað vínið frá Tenuta Guado al Tasso þó það sé ekkert annað við þetta vín. Vínið fær 8 mánaða eikarþroskun á litlum tunnum.
Rúbín rautt að lit, ilmur af þroskuðum rauðum berjaávexti, bláberjum, ferskri myntu og sætum kryddum, vanilla, kakó, kókos, reykur og kanill til að nefna fátt. Í munni er vínið mikið um sig, kryddað með léttum eikaráhrifum, kröftugt en í senn fínlegt með langri endingu.