Þrúgan Gruner Veltliner ( sem er eins konar þjóðarþrúga Austurríkis ) er eitt helsta tromp austurrískrar víngerðar, fersk og með mikla breidd í ilmi og bragði. Þetta vín er frá hinum margverðlaunaða framleiðanda Pfaffl, sem var valið á dögunum besta vínhús í Austurríki af Mundus Vini og einnig European Winery of the year 2016 frá Wine Enthusiast.
Vínin í línunni Vom Haus eru með þeim ódýrari frá Pfaffl, ætlað að vera aðgengileg, létt og ljúf „hversdagsvín“.
Fölgyllt að lit með grænum glefsum og perlar örlítið, yndislega kryddað í nefi með crispy grænum eplum, safaríkum perum og sæt ástaraldin, í bragði kemur fram hinn klassíski hvíti pipar ásamt sítrusávöxtum og kryddjurtum, yndislega ferskt, lystaukandi og skemmtilegt vín.