Víngarðar Gigondas eru við hlíðar Ventoux fjallsins í suður Rhone nánar tiltekið norðaustur af bænum Orange. Þetta þurra grýtta hlíðarsvæði skilar af sér frábærum vínum sem eru dökk að lit og skila bragðmiklum vínum með þroskuðum berja karakter og kryddglefsum. Þaðan koma vín sem oft hafa verið nefnd dálæti veiðimannsins því þau eiga það til að parast yndislega með hverslags villbráð.
Guigal lætur sitt ekki eftir liggja á þessu svæði, framleiðir frábær vín sem eru Grenache, Syrah og Mourvédre blanda 70% / 20% / 10% að jafnaði.
Vínið er látið taka út þroska í allt að 24 mánuði á 50% nýjum eikartunnum til fullkomnunar. Sérfræðingar hafa oft sagt að Guigal Gigondas sé sem ,,hjóðlaus stormur" á meðal annara vína svæðisins.