Gerard Bertrand á nokkur vínhús á mismunandi svæðum í Languedoc í suðurhrluta Frakklands. Vínin sem framleidd eru á þeim skiptast yfirleitt í þrjá flokka. Fyrsta er það hið venjulega vín hússins, síðan kemur „Grand Vin“ og loks er það vín sem kemur af afmörkuðum hluta eignarinnar þar sem aðstæður eru bestar. Le Viala er eitt þessara ofurvína ( einungis 10þ flöskur framleiddar árlega og er hver flaska númeruð ) og er framleitt í vínhúsinu Château Laville-Bertrou á svæðinu La Liviniére í Minervois en það er einmitt á þessu svæði sem að vínhúsið Clos d’Ora, líklega besta vín Suður-Frakklands, er framleit.
Bleksvart að lit, massað og öflugur ilmur af brómberjum og fjólum, ræðst á mann og fangar í munni með yndislegum brögðum, kryddjurtum, mjúkum tannínum og eiktónum. Allgjört sælgæti og vínið getur enst í mörg ár.