Côte Des Roses er auðvitað ákaflega viðeigandi nafn á rósavíni ( en þetta er rauðvín ), þetta vín úr smiðju frá meistaranum Gérard Bertrand kemur af ekrum við Miðjarðarhafsströndina í Narbonne í Suður-Frakklandi.
Flaskan vekur strax athygli, hún er rósalöguð, flöskubotninn eins og rós í blóma og með glertappa.
Ljósrautt að lit, ferskur ilmur af Morello kirsuberjum, villtum hindberjum og kryddjurtum, flauels bragðfylling, silkimjúk tannín, fínlegt og vel balenseruð ending. Vínið fær nokkra mánaða eikarþroskun í 225 lítra tunnum til að halda en frekar í ferskleika og eiginlega Pinot Noir þrúguna.