Côte Des Roses er auðvitað ákaflega viðeigandi nafn á rósavíni ( en þetta er hvítvín ), þetta vín úr smiðju frá meistaranum Gérard Bertrand kemur af ekrum við Miðjarðarhafsströndina í Narbonne í Suður-Frakklandi.
Flaskan vekur strax athygli, hún er rósalöguð, flöskubotninn eins og rós í blóma og með glertappa.
Fallega gyllt að lit, ferskt og ilmríkt af sítrus og exótískum ávöxtum, hvít blóm, nammi, perur og ananas, líflegt og þurrt í munni, míneralískt.