Gerard Bertrand er einhver helsti frumkvöðullinn í vínrækt Suður-Frakklands, hann hefur verið að leggja mentnað sinn að varðveita líffræðilegan fjölbreytileika, landslag og er að taka alla vínrækt sína smám saman í þá átt að vera lífrænt vottuð og lífefld eða „bíódýnamísk“, ein og þetta vín úr línunni Change sem er lífrænt ræktað.
Fölgyllt að lit, nokkuð öflugt í ilmi af hvítum blómum, akasíu, sítrus, grape og appelsínublómum, milt, ferskt og ávaxtaríkt í bragði, þroskuð pera og krydd bætast við, þægilegt hversdagsvín.