Gérard Bertrand An 77 Clairette du Languedoc Adissan 75 cl
3.399 kr
Vörulýsing
Þetta hvítvín kemur úr þrúgunni Clairette sem er með elstu þekktu vínþrúgum Frakklands, hún hefur verið ræktuð að minnsta kosti frá miðöldum. Vínræktin er enn eldri á ekrunum í Clairette du Languedoc, á sér um tvö þúsund ára sögu. Clairette er þrúga sem að við heyrum ekki oft nefnda, hún er hins vegar mjög útbreidd í suðurhluta Frakklands í héruðunum Rhone, Provence og Languedoc, hér kemur hún frá sveitafélaginu Adissan í Hérault.
Uppskeran fer fram að kvöldi til að snemma morguns til sporna við oxun og fá berin sem fersk í hús og pressuð strax, vínið er svo látið þroskast í gömlum eikarámum með geri og hrati til fá pínulitla fitu/rjóma í vínið.
Þetta vín hefur fölgulan lit og grænt útí kanta þegar það er ungt, blómlegt með gulum ávöxtum, ananas, sítrus og framandi ávextir, með tímanum koma fram steinefni, þurrkaðir ávextir og stundum örlítið af hunangi, þurrt og hressandi í munni.