201642
Á lager
Gérard Bertrand An 560 Tautavel 75 CL
3.499 kr


201642
Á lager
Gérard Bertrand An 560 Tautavel 75 CL
3.499 kr
Vörulýsing
Þrúgurnar eru sérvaldar og handtíndar af vínekrum umhverfis hinn gamla bæ Tautavel á Côtes du Roussillon svæðinu. Tautavel er líka þekkt fyrir að vera miðstöð forsögu rannsókna í Evrópu, og er nafn þess hvað þekktast fyrir að þar fundust í helli á síðustu öld einhverjar elstu mannvistarleifar í Evrópu en “Tautavel-maðurinn” er talinn hafa verið uppi fyrir um 560 þúsund árum ( An 560 tilvísum á miða ). Tautavel er líka eitt minnsta skilgreinda víngerðarsvæðið á þessum slóðum. Víngerðin er klassísk, en síðan er þriðjungshluti vínsins látinn taka út þroska í eikartunnum í 9 mánuði meðan hinn hlutinn þroskast í kælistýrðum stáltönkum.
Þetta rauðvín frá Gérard Bertrand er blanda úr þrúgunum Grenache, Syrah og Carignan, sem segja að má sé eins konar þrúgnalandslið vesturhluta Miðjarðarhafsins og ræktaðar víða í jafnt suðurhluta Frakklands sem á Miðjarðarhafsströnd Spánar.
Vínið er mjög dökkt á lit, í nefi öflugur, heitur þroskaður ávöxtur, villt svört ber og ferskar kryddjurtir. Það angar af miðjarðarhafinu, heitt, kröftugt og afskaplega massívt en nær þó að halda góðum ferskleika í ávextinum. Hindber, sólber, plómur, rifsber, brómber, lakkrís, súkkulaði og eik í bragði. Einnig sólbakaðar kryddjurtir, rósmarín og mynta, mild tannín, fínasta sýra, langt og mikið. Hreint magnað miðað við verð þess, leyfið víninu að opna sig í 1-2 klukkustundir, jafnvel umhellið.
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
15%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með






