Gérard Bertrand An 1130-Cité de Carcassonne Merlot 75 CL
2.899 kr
Vörulýsing
Vínið sem hér um ræðir ber nafnið Cite de Carcassonne “An 1130” og er nefnt eftir samnefndum bæ í Occitaníu. Á þessu svæði hefur verið byggð allt frá lokum steinaldar, og þarna lágu verslunarleiðir milli Atlantshafs og Miðjarðarhafs. Rómverjar áttuðu sig strax á mikilvægi þessarar hæðar og höfðu þar aðsetur allt þar til Rómaveldi leið undir lok. Fyrsta virkið umhverfis þorpið var byggt árið 1130. Bærinn er nú á heimsminjaskrá Unesco.
Fallegur rauður litur, í nefi gjöfult og flókið með brómberjasultu, smá mentol og krydd. Ríkulegt og ferskt í bragði með fallegum svörtum ávexti, kryddum og saðsöm ending. Vínið fær nokkra mánuða þroskun á eikartunnum.