Fleur du Cap er eitt af vínhúsunum sem tengjast Bergkelder, einhverri merkilegustu stofnun Suður-Afríska víniðnaðarins. Vínhús og vínkjallari sem byggður var við rætur fjallsins Papegaaiberg skammt frá Stellenbosch. Kjallarar Bergkelder teygja sig inn í fjallið og eru vinsæll áningarstaður ferðamanna. Bergkelder var opnaður árið 1967 og gegndi mikilvægu hlutverki í nútímavæðingu Suður-Afrískrar vínframleiðslu á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Mörg af þekktustu vínhúsum Suður-Afríku tengdust þá Bergkelder en nú eru vínin frá Fleur du Cap helsta flaggskip þeirra.
Þetta vín er ljósgyllt að lit, mikill hitabeltisávöxtur í nefi, austurlenskur ávaxtakokteill, sætur sítrus og lime, ferskjur, ananas þroskuð melóna og guava meðal bragða ásamt vanillu og krydd frá eikinni. Ósætt, mild sýra og gott jafnvægi, flott vín fyrir peninginn.