El Coto er einn helsti framleiðandi Rioja-vína. Vínhúsið er ekki í hópi þeirra gömlu og klassísku á svæðinu heldur hefur byggt upp orðspor sitt og markað með áherslu á jöfn og góð gæði og náð þeirri stöðu þannig sem það hefur í dag.
Það hefur ríflega meðaldjúpan laxableikan lit og fína, meðalopna angan af jarðarberjum, hindberjum, rifsberjum, stikilsberjum, hvítum blómum, mandarínu, fennel og blautu mjöli. Það er vel bragðmikið af rósavíni að vera, með góða sýru og fína byggingu. Þarna er flottur rauður ávöxtur, jarðarber, hindber og rifsber með snefil af sítrónu. greipaldin og fennel. Flott vín sem er fyrst og fremst gott matarvín. Hafið með allskonar tapas, skelfiski, bragðmeiri fiskréttum, krydduðum austurlenskum mat og ljósu kjöti.