Vörulýsing
El Coto er einn helsti framleiðandi Rioja-vína. Vínhúsið er ekki í hópi þeirra gömlu og klassísku á svæðinu heldur hefur byggt upp orðspor sitt og markað með áherslu á jöfn og góð gæði og náð þeirri stöðu þannig sem það hefur í dag.
Hefur kirsuberjarauðan lit og aðlaðandi angan af dökkrauðum ávexti, skógarberjum, plómum, kirsuberjum og kryddjurtum. Fresk sýra og miðlungs létt fylling en þroskuður og heitur ávöxtur koma vel fram í bragði og kryddið gefur örlítinn sætukeim ásamt vanillu og vott af dökku súkkulaði. Jarðartónar eru í eftirbragði sem og mjúk og fín tannín. Vínið er látið þroskast í amerískum eikartunnum í lágmark 12 mánuði og minnst 6 mánuði í flösku áður en sett er á markað. Ekta tapasvín, til dæmis með skinku og ostum en einnig grilluðu kjöti.