Domaine de Cigalus er vínhús sem Gérard Bertrand keypti árið 1995 og hefur vínræktin ætíð síðan verið með lífefldri aðferð (biodynamic) en Bertrand er smám saman að umbylta vínrækt í öllum búgörðum sínum. Hann vill hafa öll stig framleiðslunnar sem náttúrulegust og er óðfluga að breyta öllum ekrum sínum í lífeflda ræktun. Meirihluti vínsins er Cabernet Sauvignon, Cabernet Franc og Merlot ásamt örlítið af Grenache, Syrah, Carignan og Caladoc.
Öflugur rúbín rauður litur, ilmur af mjög þroskuðum rauðum og svörtum berjaávexti, ristaðri eik og kryddjurtum, í munni mjúkur og nánast volgur ávöxtur af sólberjum, svörtum kirsuberjum, plómum og myntu, löng ending í fullkomnu jafnvægi.