Dark Horse er eitt mörgum vínhúsum í eigu hinnar kalifornísku Gallo-fjölskyldu, sem er einhver umsvifamesti vínframleiðandi heims. Dark Horse vínin er framleidd í Modesto undir forystu víngerðarkonunnar Beth Liston og er markmið hússins að framleiða djörf og kraftmikil vín.
Ef það er einhver þrúga sem er einkennandi fyrir Kaliforníu er það líklega Zinfandel,þrúga sem að getur tekið á sig margar myndir en best er hún þegar að hún fær að sýna Kaliforníukraftinn sem í henni býr.
Vínið er rúbínrautt með mjúka fyllingu og nokkuð vel rúnnað með góða angan af blandaðri berjasultu, hindberjum, brómber og bláberjum ásamt angan leðri, hvítum pipar og súkkulaði. Það er miðlungs þurrt í bragði en silkimjúkt og hefur góða snerpu, ávöxturinn kemur vel fram í bragði og læðist piparinn sem gefur góðan aukakraft í eftirbragði ásamt sætum vanillutónum.