Dark Horse er eitt mörgum vínhúsum í eigu hinnar kalifornísku Gallo-fjölskyldu, sem er einhver umsvifamesti vínframleiðandi heims. Dark Horse vínin er framleidd í Modesto undir forystu víngerðarkonunnar Beth Liston og er markmið hússins að framleiða djörf og kraftmikil vín.
Djúp fjólurautt að lit, ilmur af morello kirsuberjum, hindberjasultu, eik ásamt mildum ilm af fjólum, lakkrísrót og reyk. Algjör kirsuberjabomba í munni, reykur, brúnkökukrydd og lakkrís og svo kemur eftirá bragð af sólberjum, hindberjum og dökk súkkulaði með espresso tvisti, vín með mikla fyllingu og juicy tannínum.