Ekrurnar í Crozes-Hermitage eru á láglendingu fyrir neðan hina tignarlegu ekru Hermitage í Rhône í suðurhluta Frakklands og þó þau ná ekki sömu hæðum og Hermitage-vínin eru þetta alla jafna góð kaup ekki síst þegar um er að ræða vín frá toppframleiðanda á borð við E.Guigal.
Skothelt skólabókadæmi um góðan Crozes, dökkur og djúpur litur, ilmur af þroskuðum rauðum berjaávextir, kirsuber, jarðaber ásamt fínlegum eikartónum, þétt meðalbragðfylling, sólber, vanilla og svolítið kryddaður reyk- og lakkrískeimur. Fersk sýra og þétt tannín.