El Coto er með stærri vínhúsum Rioja þó það sé ekki með þeim elstu og vínin þeirra eru þau Rioja-vín sem Spánverjar sjálfir kaupa hvað mest af.
Í Coto Real Reserva eru valdar ýmsar gerðir af tunnum af mismundandi uppruna, mis ristaðar ofl. Heildarþroskun er 24 mánuðir á tunnum og 18 mánuðir á flösku áður en farið er á markað, engin síun og því gæti væri botnfall í flöskunum.
Djúp kirsuberjarautt að lit, ilmur af mokka og kaffi ásamt rauðum skógarberja ávexti, silki mjúk og þétt og langt eftirbragð.