Finndu vín eða framleiðanda
Hafðu samband
Verðlisti
Verðlaunavín Gyllta Glasins 2019 & 2020
Reserva-vínið Coto de Imaz frá El Coto er alltaf traust og í klassískum Rioja-stíl, hreint Tempranillo-vín.
Hefur djúpan rúbínrauðan lit, er vel rúnnað og flauelsmjúkt í bragði þykkum berjamassa, sólber, trönuber og kirsuber. Greina má krydd, vanillu, kókos, kakó, kaffi, núggat, jarðtóna og léttristuð eik. Vínið er heilsteypt og eftirbragðið lifir vel. Coto de Imaz Reserva er ljúffengt matarvín. Vínið er látið þroskast í amerískum eikartunnum í lágmark 17 mánuði og minnst 12 mánuði í flösku áður en sett er á markað.
Lambi, nauti, pottréttum og léttari villibráð.
2.799kr.