El Coto er með stærri vínhúsum Rioja þó það sé ekki með þeim elstu og vínin þeirra eru þau Rioja-vín sem Spánverjar sjálfir kaupa hvað mest af.
Glitrandi rúbínrautt og vel þroskað vín. Í ilmi og bragði má greina dökk skógarber, þroskaðar fíkjur, kirsjuber, reyk, ristaða eik og kókostóna ásamt keim af þurrkuðum rúsínum og dökku súkkulaði. Silkimjúkt vín og kjötmikið vín sem er góðu jafnvægi og mjúkt en þó með kröftug og staðföst tannín, langt eftirbragð.
Vínið er látið þroskast í frönskum og amerískum eikartunnum í lágmark 24 mánuði og minnst 36 mánuði í flösku áður en sett er á markað. Gran Reserva vín er gott að umhella þar sem þau geta innhaldið botnfall.