Guigal er eitt virtasta vínhús Frakklands og þekktast er það fyrir hin tignarlegu einnar ekru vín sín frá Cote Rotie, en þau teljast til bestu og eftirsóttustu vína veraldar. En Guigal framleiðir ekki bara rándýr ofurvín heldur líka dúndur Côtes du Rhône Rosé sem er framleiddur. Meirhluti af þrúgunni Grenache ásamt Cinsault og örlitilli “skvettu” af Syrah í blöndunni.
Tært og ferskt vín með ilm og bragð af hindberjum, rifsberjum og sítrus, ávaxtaríkt, fínlegt og frábært jafnvægi.