La Burgondie er vínsamlag 700 vínbænda um allt Búrgundarhérað, frá Auxerre í norðri til Beaujolais í suðri. Uppruni þessa rauðvíns er Coteaux Bourguignons sem er AOP-svæði sem nær til stór hluta Búrgundar. Þrúgan hér er Gamay og stíllinn því meira í stíl við Beaujolais og ekki ólíklegt að þrúgurnar hafi einmitt verið ræktaðar einhvers staðar á þeim slóðum.
Liturinn er skærrauður, fersk angan, svolítið pipruð, rauð ber og skógarber, lyng. Ágætis sýra, sem gefur víninu ferskleika, mild tannín. Vel gert og ljúft vín. Texti vinotek.is