201300
Á lager
Côte - Rôtie ,,Château d´Ampuis". Domaine Guigal 75 CL
18.299 kr
Korktappi
Má geyma
201300
Á lager
Côte - Rôtie ,,Château d´Ampuis". Domaine Guigal 75 CL
18.299 kr
Vörulýsing
Guigal fjölskyldan er þekktust fyrir hin ótrúlegu Côte Rôtie vín sín og raunar það víngerðarhús sem hefur hafið þau til vegs og virðingar. Marcel Guigal var frumkvöðull að því að gera einnar ekru vín frá Côte Rôtie Guigals sem eru þrjú talsins, La Mouline, La Landonne og La Turque, risar sem þurfa ekki minna en fimm ár til að ná þroska og er best á bilinu 5-10 ára en munu þorskast skemmtilega næstu 15-20 árin. Vínviðurinn er að jafnaði 50 ára gamall og er í bröttustu hlíðunum sem sól nærir úr suðri. Eingöngu er framleitt um 4-5000 flöskur af hverju víni á ári og því gríðarlega eftirsótt vín af unnendum.
Côte Rôtie ,,Chateau d´Ampuis" ber nafn aðal herragarðs samnefnds þorps. Guigal fjölskyldan eru eigendur að þessari gæsilegu eign sem skartar flöskumiða fyrirtækisins. Ofur metnaður er lagður í þetta flókna vín og er unnið úr þrúgum frá sjö mismunandi ekrum í hlíðum svæðisins : Le Clos "Côte Blonde", La Garde "Côte Blonde", La Grande Plantée "Côte Blonde", La Pommière "Côte Brune", Le Pavillon Rouge "Côte Brune". Le Moulin "Côte Brune" La Viria "Côte Brune" og er meðalaldur vínviðarins um 50 ár. Árleg framleiðsla er um 30.000 flöskur.
Þrúgur eru Syrah 93 % og Viogner 7%. Gerjunarferlið er langt um 4 vikur og vínið er síðan látið taka út þroska á nýjum frönsku eikartunnum af bestu gerð í allt að 38 mánuði eða svipað og einna ekru vínin. Mjög dökkt og djúpt að lit, bragðmikið vín, brómber, plóma og vanilla í angan ásamt kryddglefsum bæði í lykt og bragði. Massíft með þétt tannín sem samt eru þroskuð og mjúk. Hátíðar og stórsteikarvín.
Frakkland