201100
Á lager
Côte - Rôtie ,,Brune & Blonde". Domaine Guigal 75 CL
11.498 kr
Korktappi
Má geyma
201100
Á lager
Côte - Rôtie ,,Brune & Blonde". Domaine Guigal 75 CL
11.498 kr
Vörulýsing
Guigal er þekktastur fyrir hin ótrúlegu Côte Rôtie vín sín og raunar sá víngerðarmaður er hefur hafið þau til vegs og virðingar á ný. Hann var frumkvöðull að því að gera einnar ekru vín frá Côte Rôtie. Côte Rôtie Guigals er risi sem þarf ekki minna en fimm ár til að ná þroska og er bestur á bilinu 5-10 ára en mun þorskast skemmtilega næstu 15-20 árin.
Dökkt og djúpt að lit, bragðmikið vín, hindber, sæt kirsuber, rauður lakkrís, beikon, ristaðar kryddjurtir, lavander, einiber, nýmulin pipar, svart te og mild eik og þroskuð tannín, stórsteikarvín. Vínekrur Côte-Rôtie skiptast í tvo hluta, Côte Brune og Côte Blonde.
Samkvæmt þjóðsögum svæðisins átti valdamikill aðalsmaður, er bjó á þessum slóðum á miðöldum, tvær dætur, aðra ljóshærða, hina dökkhærða og var ekrunum skipt á milli þeirra. Þeir sem ekki trúa á þjóðsögur telja hins vegar að skýringuna á nafngiftinni sé að finna í jarðvegi vínekranna. Á ekrum Côte Brune er jarðvegurinn rauðleitur, sem má rekja til hás járnhlutfalls, en á ekrum Côte Blonde er hann ljósari þar sem kalksteinn er fyrirferðarmeiri. Svæðin tvö gefa jafnframt af sér töluvert ólík vín. Vínin frá Côte Brune eru dekkri, tannískari og þurfa töluvert lengri tíma til að ná þroska. Vín Côte Blonde eru ljósari, mýkri og fágaðri og ná þroska fyrr. Flest Côte Rôtie vín eru blanda af Brune og Blonde en bestu vínin koma frá smærri ekrum innan þessara tveggja svæða.
Frakkland