Hentar vel með
Vörulýsing
Ótrúlega samþjappaður ávöxtur þar sem þroskaðar apríkósur, ferskjur, sítrus og fjólur eru í fyrirrúmi. Ferskt og ríkulegt í munni með léttri sýru, öflugum ávexti, viðkvæmt og fínlegt vín. Condrieu er best lýst sem upplifun.
Þegar ekrum Côte Rôtie sleppir tekur við annað enn minna svæði, Condrieu. Brekkurnar verða enn brattari og líkt og í Côte Rôtie eru þær í stöllum. Hér er eitthvert sérstæðasta og sjaldgæfasta hvítvín Frakklands framleitt úr þrúgunni Viognier sem gefur af sér heillandi, framandi og yfirþyrmandi vín sem öðru fremur einkennist af apríkósum. Sérstaða Condrieu-vínanna er raunar svo mikil að erfitt getur verið að velja með þeim mat. Yfirleitt eiga þau þó vel við gæsalifur, hvítt kjöt og fisk í rjómasósu. Viognier-þrúgan hefur verið ræktuð í Condrieu í tvö þúsund ár en til skamms tíma var hana hvergi annars staðar að finna. Upp á síðkastið hafa víngerðarmenn hins vegar gert tilraunir með Viognier á fleiri stöðum í heiminum, með misjöfnum árangri þó. texti www.vinotek.is