201101
Á lager

Châteauneuf du Pape. Domaine Guigal 75 cl

7.399 kr

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
Recognition
201101
Á lager

Châteauneuf du Pape. Domaine Guigal 75 cl

7.399 kr

Vörulýsing

Marcel Guigal er hinn ókrýndi konungur Rónardalsins og vínin hans eru undantekningarlaust tæknilega fullkomin og glæsileg.  Vín Châteauneuf-du-Pape eru líklega þekktustu vín Rhône-dalsins á Íslandi. Þau eru blanda úr allt að þrettán þrúgum og þurfa langan tíma til að ná kjörþroska. Vín þaðan eiga að vera þung og bragðmikil og henta því víngerðarstíl Guigals einstaklega vel. Meirihluti vínsins kemur af mjög gömlum Grenache vínvið.

Dökkt að lit, kryddaður og heitur ávöxtur, þroskuð kirsuber, plómur og sultaðaur ávöxtur, rabarbari, lavander, jörð, lakkrís og reykur. Þétt í munni, kröftugt og flókið vín, hezlihnetur og súkkulaði.  Verulega elegant og fágað. Má vel geyma í all mörg ár. Fullkomið villibráðavín.

Frakkland
Frakkland
E. Guigal

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

15%

Bragð

Kröftugt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða

Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma