RZ Specification Groups
Árgangur
2022
Magn
75cl
Styrkur
15%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Vörulýsing
Chateau l‘Hospitalet er mikilfenglegur vínbúgarður syðst í Languedoc . Þarna eru höfuðstöðvar hans og þarna heldur hann árlega mikla jasshátíð sem dregur til sín heimsþekkta tónlistarmenn. Landareignin er í hæðunum rétt austur af borginni Narbonne og teygja ekrurnar sig þar í átt að Miðjarðarhafinu. Allt um kring eru ekrurnar umluknar klöppum (svæðið heitir meira að segja la Clape) þaktar garrigue-gróðri, villtum rósmarínrunnum og öðrum lágreystum gróðri sem að berst við að lifa af í þessu þurra og hrjóstruga umhverfi.
Eins og flest önnur vín Gerards Bertrands eru vín Hospitalet gerð úr lífrænt ræktuðum og lífefldum þrúgum. Þetta er heillandi Miðjarðarhafsvín, þrúgublandan klassísk eða Grenache, Syrah, Mourvédre.
Djúp rúbínrautt að lit, mjúkt og í góðu jafnvægi, heitur, kryddaður og þurrkaður ávöxtur i nefi, dökk ber, svört kirsuber, sólber, sultaðar plómur og vottur af lakkrís ásamt jörð, smá sveit, rósmarín, fennel og engiferi. Mjög míneralískt, flottur strúktúr, mjúk tannín og góð lengd.