Chateau de Valois er vínhús á hinu litla og eftirsótta svæði Pomerol. Vínhúsið varð til árið 1862 þegar að ekrur hins þekkta Chateau de Figeac (sem er á mörkum Pomerol og St. Emilion) voru endurskipulagðar og bútaðar niður.
Blandan 78% Merlot og 22% Cabernet Franc. Djúpt og dökkt að lit, öflugt í nefi með brómberjum, skógarber, plómur, austurlenskum kryddum og vott af reyktri eik og sedarvið. Í bragði rík meðalfylling með mjúkum tannínum, eftirbragð fullt af þroskuðum og ferskum ávexti.