Það sem einkennir vínin frá Saint - Julien er fyrst og fremst einstakt jafnvægi og sumir vilja meina að vínin þaðan sameini kraftinn sem einkennir hvað helst Pauillac og fágunina í vínum Margaux. er haft eftir eigandanum Patrick Maroteaux. Fjölskylda hans festi kaup á eigninni árið 1988 og hefur fjárfest gríðarlega í ekrum eignarinnar og innleitt hátækni í víngerðina til að bæta gæði vína hússins enn frekar. Áherslan hefur verið á minni uppskeru og þar af leiðandi afraksturinn kraftmeiri og samþjappaðri vín. Gæði vína hússins hafa verið mjög góð og stöðug sl. 15 ár.
Stíll Branaire -Ducru er klassískur fyrir héraðið, vínin ávaxtarík, krydduð, fáguð og langlíf. Fínlegt, flókið og höfugt vín, djúprauður þroskaður ávöxtur, brómber, blóma -kryddtónar, kaffi, súkkulaði, eik og mild tannín. 16-20 mánaðar eikarþroskun í um 60-65% nýjum tunnum.