202247
Á lager

Chassagne Montrachet Premier Cru ,,Morgeot Clos de la Chapelle Monopole". Domaine de la Vougeraie 75

Bíódínamík
  Bíódínamík  
Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma  
202247
Á lager

Chassagne Montrachet Premier Cru ,,Morgeot Clos de la Chapelle Monopole". Domaine de la Vougeraie 75

Vörulýsing

Domaine de la Vougeraie er fjölskylduvínhús (family estate) sem tilheyrir Boisset fjölskyldunni. Hún er staðsett í Prémeaux-Prissey, sem er í hjarta Côte d’Or. Domaine de la Vougeraie varð til árið 1999, þegar Jean-Claude Boisset ákvað að sameina fjölmargar akurjarðir sem fjölskyldan hafði safnað í gegnum árin.

Fyrstu eignir Boisset í Bourgogne komu árið 1964, þegar plotinn „Les Evocelles“ í Gevrey-Chambertin var keyptur. Árin liðu og fleiri vínlönd/jarðir voru keyptar, einnig í Vougeot og í Côte de Beaune, alls er þessar smáu jarðir (“parcels”) í dag á 29 appellations eða svæði og um 34-40 hektarar.

Domaine de la Vougeraie byrjaði með lífrænni ræktun (organic farming), og hefur þróað sig áfram í átt að lífdýnamískri ræktun (biodynamic) í dag. Vínberin eru handtín, mikil umhirða og lág úttaka (low yields) til að tryggja gæði. Gerjun fer fram með villt (indigenous) gerjun (naturally occurring yeasts), oft í viðartunnum eða í opnum viðartunnum fyrir rauðvín.

Þorpið Chassagne Montrachet er staðsett í hjarta Côte de Beaune „gullna þríhyrningnum“ á milli Meursault og Puligny Montrachet þar sem flottustu Chardonnay vín heimsins koma frá. 

Víngarðurinn Clos de la Chapelle er staðsettur í Premier Cru svæðinu Morgeot í Chassagne-Montrachet. Nafnið vísar til gamallar kapellu sem stendur enn á svæðinu. Víngarðurinn er monopole, sem þýðir að Domaine de la Vougeraie á hann alfarið.

Þessi 4,5 hektara vínekra hefur staðist tímann í þessu djúpa terroir þar sem mergill og leir ráða ríkjum í kalksteininum. Þetta frábæra vín talar til sálar og líkama og hlutfall gamalla vínviða stuðlar að einstökum glæsileika þess. Þroskun í 14 mánuðir í Allier og Cîteaux eikartunnum ( 20% ný eik ) og 2 mánuðir í ryðfríu stáli.

Þrúgur

Chardonnay
Frakkland
Frakkland
2021
Domaine de la Vougeraie

RZ Specification Groups

Magn

75cl

Styrkur

13.5%

Bragð

Kröftugt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Bíódínamík
  Bíódínamík  
Korktappi
  Korktappi  
Má geyma
  Má geyma