Chassagne Montrachet Premier Cru ,,Les Chenevottes". Bouchard Ainé & Fils 75 CL
19.998 kr
Vörulýsing
Þorpið Chassagne Montrachet er staðsett í hjarta Côte de Beaune „gullna þríhyrningnum“ á milli Meursault og Puligny Montrachet þar sem flottustu Chardonnay vín heimsins koma frá. Nafnið "Les Chenevottes" kemur frá franska orðinu "chanvre" sem þýðir hampur, voða lítið búið til af þessu víni árlega.
Tær gullinn litur, mjög opið í nefi með angan af ferskjum, möndlum, akasíu, vanillu og vott af trufflum. Í munni er vínið kraftmikið, flókið, feitt og fínlegt í senn og í frábæru jafnvægi. Vínið fær svo 12 mánaða eikarþroskun þar af 20% nýjar eikartunnur.