Nýtt
201802
Uppselt
Charmes-ChambertinLesMazoyéres Grand Cru´23 75 CL

Nýtt
201802
Uppselt
Charmes-ChambertinLesMazoyéres Grand Cru´23 75 CL
Vörulýsing
Domaine de la Vougeraie er fjölskylduvínhús (family estate) sem tilheyrir Boisset fjölskyldunni. Hún er staðsett í Prémeaux-Prissey, sem er í hjarta Côte d’Or. Domaine de la Vougeraie varð til árið 1999, þegar Jean-Claude Boisset ákvað að sameina fjölmargar akurjarðir sem fjölskyldan hafði safnað í gegnum árin.
Fyrstu eignir Boisset í Bourgogne komu árið 1964, þegar plotinn „Les Evocelles“ í Gevrey-Chambertin var keyptur. Árin liðu og fleiri vínlönd/jarðir voru keyptar, einnig í Vougeot og í Côte de Beaune, alls er þessar smáu jarðir (“parcels”) í dag á 29 appellations eða svæði og um 34-40 hektarar.
Domaine de la Vougeraie byrjaði með lífrænni ræktun (organic farming), og hefur þróað sig áfram í átt að lífdýnamískri ræktun (biodynamic) í dag. Vínberin eru handtín, mikil umhirða og lág úttaka (low yields) til að tryggja gæði. Gerjun fer fram með villt (indigenous) gerjun (naturally occurring yeasts), oft í viðartunnum eða í opnum viðartunnum fyrir rauðvín.
Fjölskyldutengslin eru sterk í Búrgúnd, sérstaklega þegar konungsfjölskyldan á í hlut. Auk Chambertin og Chambertin-Clos de Bèze nær Chambertin fjölskyldan yfir La Chapelle og La Griotte, Les Mazis og Les Ruchottes, Les Latricières, Les Charmes og þetta Grand Cru, sem hefur þann einstaka rétt að bera þrjú mismunandi nöfn: Mazoyères-Chambertin, Mazoyères og Charmes-Chambertin. Sannkölluð vísbending um sjarma þess.
Saga þessara vína er óaðskiljanleg frá Chambertin, sem lengi var talið „besta mögulega Búrgúndvínið“. Það fannst í konunglegu kjöllurunum í Versölum og var eina vínið sem Napóleon drakk. Það var einnig fyrsta Búrgúndvínið sem borið var fram í Hvíta húsinu, þegar Thomas Jefferson pantaði 1200 flöskur af Chambertin. Eins og Athos segir í skyttunum þrem „Verið heimspekingar, eins og ég er herrar mínir, setjist við borðið og við skulum drekka, ekkert lætur framtíðina líta jafn bjarta út og að virða hana fyrir sér í gegnum glas af Chambertin“.
Þroskun í 15 mánuðir í Citeaux og Tronçai eikartunnum ( 20% ný eik ) og 2 mánuðir í ryðfríu stáli
Þrúgur
Pinot Noir2023
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
13.5%
Bragð
Kröftugt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða