Þetta vín er frá hinum margverðlaunaða framleiðanda Pfaffl, sem var valið á dögunum besta vínhús í Austurríki af Mundus Vini og einnig European Winery of the year 2016 frá Wine Enthusiast.
Vínin í línunni Vom Haus eru með þeim ódýrari frá Pfaffl, ætlað að vera aðgengileg, létt og ljúf „hversdagsvín“. 50% af víninu er gerjað í ryðfríu stáltönkum, hin 50% í stórum akasíuviðartunnum.
Gulgyllt að lit, í nefi ferskir tónar af ananas, peru, vanilla og banani, notalegt í bragði, ávaxtaríkt með mjúkum keim af m.a smjöri og kanil.