202415
Á lager
Chablis Premier Cru ,,Vaulorent". La Chablisienne 75 CL
6.899 kr
Korktappi
202415
Á lager
Chablis Premier Cru ,,Vaulorent". La Chablisienne 75 CL
6.899 kr
Vörulýsing
Vínsamlagið Chablisienne er stærsti framleiðandi Chablis-vína. Samlagið var sett á laggirnar árið 1923 af konum þar sem allir karlarnir voru í WWW1, og í dag eiga um 300 vínræktendur aðild að því. Ræður samlagið yfir um 25% af heildarræktarsvæði Chablis og framleiðir allt frá Petit Chablis og upp í Grand Cru. Hin fræga vínkeppni “ International Wine Challenge” útnefndi Estelle ROY aðalvíngerðarmaður La Chablisienne besta hvítvínsgerðarmann ársins 2024 í heiminum.
Vaulorent er sannarlega ekki þekktasta 1er Cru-vínekran en hún liggur upp að hlið Grand Cru ekrunnar Les Preuses, beint í norður af sjálfu Chablis-þorpinu og líklega er það meira í hvaða átt hún snýr (í vestur) frekar en jarðvegurinn sem greinir hana frá Grand Cru-ekrunni. Amk munar afar litlu að þetta vín geti talist Grand Cru í blindsmakki.
Ljóssítrónugult að lit, ilmur af hvítum ávexti, sítrus, epli, hunang, létt eik, vanilla og steinefni. Það er meðalbragðmikið, mjúkt og þétt með flotta sýru og langvarandi bragð sem er afar glæsilegt og dæmigert. Þarna má finna soðin epli, peru, sölt steinefni, mandarínu, sítrónubúðing, vax og kremaða vanillu, enda er vínið þroskað að hlluta til í gamalli eik. Einn þéttasti 1er Cru sem La Chablisienne gerir og margslungið vín á allan hátt. Hafið með humrinum, skelfisknum og kalkúnanum.
Þrúgur
ChardonnayFrakkland
RZ Specification Groups
Magn
75cl
Styrkur
13%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Korktappi