Chablis Premier Cru ,,Grand Cuvée". La Chablisienne 75 cl
5.998 kr
Vörulýsing
Tær og fallega gylltur litur með nokkrum grænum glefsum í kanti, vínið opnar sig ilmríkt af aldingarði, þó aðallega perur og svo koma hvít blóm og vottur af sveppum, þurr og ferskur í munni með góðri meðalfyllingu og miklum sítrus og löngu saðsömu eftirbragði. Vínið er blanda frá nokkrum premier cru ekrum.
Vínsamlagið Chablisienne er stærsti framleiðandi Chablis-vína. Samlagið var sett á laggirnar árið 1923 af konum þar sem allir karlarnir voru í WWW1, og í dag eiga um 300 vínræktendur aðild að því. Ræður samlagið yfir um 25% af heildarræktarsvæði Chablis og framleiðir allt frá Petit Chablis og upp í Grand Cru. Hin fræga vínkeppni “ International Wine Challenge” útnefndi Estelle ROY aðalvíngerðarmaður La Chablisienne besta hvítvínsgerðarmann ársins 2024 í heiminum.