RZ Specification Groups
Árgangur
2021
Magn
75cl
Styrkur
13%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Fourchaume er ein allra frægasta Chablis Premier Cru ekran vegna einstakra eiginleika sinna. Hún er staðsett rétt norður af sjálfu þorpinu Chablis, snýr beint í suður og jarðvegurinn einkennist af miklum kalksteini.
Fölgullið að lit með grænum glefsum, fínlegur, ferskur og blómlegur ilmur af liljum, mildur sítrus, fíkjur og apríkósur áberandi ásamt míneralískum áhrifum, þurr og fersk meðalfylling í munni, smá vottur af eik. Tignarlegt vín fyrir humar, þorsk og í raun alla góða sjávarrétti.
Vínsamlagið Chablisienne er stærsti framleiðandi Chablis-vína. Samlagið var sett á laggirnar árið 1923 af konum þar sem allir karlarnir voru í WWW1, og í dag eiga um 300 vínræktendur aðild að því. Ræður samlagið yfir um 25% af heildarræktarsvæði Chablis og framleiðir allt frá Petit Chablis og upp í Grand Cru. Hin fræga vínkeppni “ International Wine Challenge” útnefndi Estelle ROY aðalvíngerðarmaður La Chablisienne besta hvítvínsgerðarmann ársins 2024 í heiminum.
Fæst einnig í 150 cl Magnum flösku.