Carnivor er rauðvin frá norðurhluta Kaliforníu, ætlað með rauðu kjöti eins og nafnið gefur til kynna, þrúgan er Cabernet Sauvignon en það er líka smá Merlot í blöndunni.
Djúprautt að lit, kröftugt í nefi, þroskaðir svartur ávöxtur, svört kirsuber, sólber, plómur, kaffi, dökkt súkkulaði og smá steinefni, mjög berjaríkt í munni, sultaður ávöxtur af sólberjum, bláberjum og brómberjum, þykk og mikil fylling með endingu af eik, lakkrís og anís.