208064
Á lager
Bunnahabhain Eirigh Na Greine Islay Single Malt Whisky 100 CL
15.998 kr
208064
Á lager
Bunnahabhain Eirigh Na Greine Islay Single Malt Whisky 100 CL
15.998 kr
Vörulýsing
Framburður: Bú-na-ha-venn ae-ree ne gray-nyuh Eimingarhúsið var stofnað á eyjunni Islay árið 1883 er staðsett á norð-austurenda eyjarinnar sem er mjög afskertur. Bunnahabhain þýðir í raun ‘’ mouth of a river ‘’ enda er húsið reist við ós árinnar Margadale. Bunnahabhain er þekkt sem hið milda og fágaða vískí frá eyjarinnar enda notast eingöngu við lindarvatn.
Lykiltegundir Bunnahabhain vískí eru 12, 18 og 25 ára af eikartunnum þegar þau fara á markað. Öll eru þau náttúrleg að lit og ekki kald síað eða un-chillfiltered til að auka bragð og karakter. Bunnahabhain er nánast áskrifandi að helstu verðlaunum sem í boði eru árlega í helstu viskíkeppnum veraldar.
Bunnahabhain "Ae-ree ne gray-nyuh" á skoskri gelísku og þýðir ‘’ morning sky ‘’ er 46.3% að styrkleika. Bunnahabhain vískí sem tekið hefur þroska út í ítölskum og frönskum rauðvínstunnum. Það er eingöngu á boðstólum í fríhafnarverslunum í mjög takmörkuðu magni.
Rafgult gulli legið að lit, í nef gefur það frá sér öflugan angan, brenndur sykur, vanilla, hindber og hunang. Apríkósa, sjávarsalt og pipar ásamt vínlegum glefsum. Í munni, Bunnahabhain af bestu gerð, ríkt og mikið um sig, ristuðar hnetur, sítrus, reykur, pipar og sjávarsalt. Greina má sætu og krydd frá eikinni, einstök upplifun.
Skotland
RZ Specification Groups