202006
Á lager
Bramito della Sala Chardonnay. Castello della Sala 75 CL







202006
Á lager
Bramito della Sala Chardonnay. Castello della Sala 75 CL
Vörulýsing
Castello della Sala er staðsett í Umbríu, skammt frá landamærum Toskana, um 18 kílómetra frá sögufrægu borginni Orvieto. Landareign hins miðaldalega kastala nær yfir um 600 hektara, þar af eru 229 hektarar undir vínrækt, í hæð frá 220 til 470 metrum yfir sjávarmáli, á mjúklega bylgjóttum hlíðum sem einkenna hið fallega landslag svæðisins.
Castello della Sala er ákjósanlegur staður til ræktunar hvítra þrúgutegunda. Vínviðurinn vex í leir- og kalkríkum jarðvegi, sem er ríkur af steingerðum skeljum, og nýtur góðrar sólsetningar við sólarupprás ásamt miklum hitamun milli dags og nætur. Ein undantekning er þó á þessu, Pinot Noir er eina rauða þrúgutegundin sem hefur fundið hér kjöraðstæður til að tjá allan sinn möguleika til fulls. Castello della Sala er nú í eigu Piero Antinori sem framleiðir þar hvítvín sem flokkuð eru með þeim allra bestu á gjörvallri Ítalíu.
Vínið er fallega gullslegið með grænan blæ í köntum. Það er fágað, ferskt og steinefnaríkt með flókinn kremkenndan karakter frá eikinni, suðrænn ávöxtur, mangó, ananas, sykurlegnar sítrónur og gul epli. Hluti vínsins eftir gerjunarferlið á eikar ámum er látinn taka út þroska í allt að fimm mánuði á litlum eikartunnum en hinn hlutinn á hitastýrðum stáltönkum. Síðan á sér stað blöndun og úr verður Bramito. Virkilega glæsilegt og fágað vín sem gefur ekkert eftir og þolir afarvel samanburð við betri hvítvín Bourgogne héraðsins í Frakklandi.
Þrúgur
ChardonnayHentar vel með






