Börkur er handunninn íslenskur bitter sem gerður er úr íslensku birki og kornspíra. Birkið er tekið úr Hallormsstaðarskógi við Egilsstaði og er birkigreinum og kurluðu birki blandað saman við spírann. Börkur er mjög kröftugur, ilmríkur og bragðmikill bitter sem nýtur sín sérstaklega vel í kokteil. Eins er hann góður einn og sér á klaka.