Umhelling á víni

Eldri rauðvín og árgangs portvín framleiða náttúrulegt botnfall með aldrinum (hvítvín sjaldan ), litarefni og tannín bindast saman og falla út úr safanum. Að drekka vín með botnfalli er ekki skaðlegt bara frekar minna skemmtilegt, vínið verður skýjað og getur gefið víninu bitturt bragð og skrítna áferð.
Svona er gott að bera sig við umhellingu.
· Setja flöskuna í uppréttri stöðu helst í 24 klst eða meira áður hennar er neytt, þannig að botnfallið nái að setjast á botninn sem gerir umhellinguna mun auðveldari.
· Passaðu að karaflan sé hrein, gott er að hella smá víni í karöfluna til að hreinsa hana.
· Eftir opnun er gott að þurka af stútnum til að losna við öll óhreinindi.
· Hafa ljós undir háls flöskunnar meðan umhellt er til að sjá betur botnfallið þegar það nálgast í stútinn, kerti eða vasaljós virkar vel.
· Hellið víni í karöflu hægt og stöðugt, án þess að stoppa, þegar þú ert kominn í helming af flöskunni, þá hella jafnvel hægar.
· Hætta strax þegar þú sérð botnfallið nái í háls flöskunnar. Botnfallið er ekki alltaf augljóst, stundum líkist það einhverkonar slikju.
· Ef mikið vín er eftir í flöskunni er hægt að sía restina með sérstakri vínsíu eða jafnvel að nota kaffipoka, bara væta hann aðeins áður.