Björk er handunninn íslenskur líkjör sem gerður er úr íslensku birki, íslensku birkisýrópi og kornspíra. Birkið er tekið úr Hallormsstaðarskógi við Egilsstaði. Birkigreinunum er blandað saman við spírann og birkisýrópi bætt við í lokin til að sæta líkjörinn. Björk er ilmríkur og sætur líkjör sem bæði má drekka einan og sér eða blandaðan með t.d. tónik eða freyðivíni.