Big Boys Zinfandel er ekki eins og halda mætti við fyrstu sýn vín sem kemur úr sólinni í Kaliforníu. Þrúgurnar þroskuðust engu að síður í einstaklega heitu og sólríku héraði, nefnilega Púglíu syðst á Ítalíu og þrúgan er Primitivo sem flestar rannsóknir benda til að sé erfðafræðilega sú sama og þar með ættmóðir hinnar kalifornísku Zinfandel.
Nafnið segir það sem segja þarf um stílinn, þetta er vín þar sem gefið er í botn, dimmfjólublátt með kryddaðri angan af bláberja- og krækiberjasafa, sætri vanillu og lakkrís. Þykkt, feitt og heitt í munni, mjúkt með heitum, áfengum ávexti. ( texti vinotek.is )