201747
Á lager

Beaujolais-Villages. Mommessin 75 CL

3.299 kr

Korktappi
  Korktappi  
Recognition
201747
Á lager

Beaujolais-Villages. Mommessin 75 CL

3.299 kr

Vörulýsing

Sú var tíðin að vínin frá Beaujolais voru með þeim vinsælustu á Íslandi. Síðustu árin hafa þau hins vegar varla sést í vínbúðunum og raunar átt verulega undir högg að sækja víðar en hér. Að miklu leyti er það vínbændum í Beaujolais að kenna. Löng hefð er fyrir því að framleiða þar ung vín sem eru seld nokkrum vikum eftir uppskeru undir heitinu Beaujolais Nouveau. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru þau mikið í tísku og ýttu framleiðendur í Beaujolais óspart undir með stöðugt aukinni framleiðslu á Nouveau. Skyndilega datt botninn hins vegar úr tunnunni, eftir því sem framleiðslan jókst urðu vínin líka stöðugt verri og ómerkilegri.

Neytendur misstu áhugann á Nouveau og eftir sátu þeir í Beaujolais með ónýta ímynd. Í hugum fólks um allan heim var nefnilega komið samansemmerki á milli Nouveau-vínanna sætu og berjamiklu og Beaujolais. Þvílík synd. Vínin frá Beaujolais geta nefnilega verið alveg hreint yndisleg á sínum eigin forsendum. Þau eru unnin úr Gamay-þrúgunni, sem er náskyld Pinot Noir, en léttari og frískari.

Beaujolais-vínin eru unaðsleg matarvín ef þau eru vel gerð. Þetta er klassískt og gott Beaujolais frá Mommesin af vínvið sem er rétt um 40ára gamall, en vínið er í milliflokki Beaujolais-vínanna, þ.e. þeirra er fá að skeyta Villages aftan við heitið. Í nefi angan af rauðum berjum, þroskuðum jarðarberjum, rifsber, hindber og kirsuberjum, örlítið kryddað, sætur lakkrís og þurrkaður appelsínubörkur. Ungt og ferskt í munni, afskaplega þægilegt, ávöxturinn mjúkur en þéttur í sér. Það er ágætt að bera Beaujolais-vínin fram við örlítið lægra hitastig en stofuhita, örlítið kæld, en ekki köld. Svona um 16-18 gráður. Hentar vel með ljósu kjöti, ostum og jafnvel feitum fiski á borð við lax og bleikju.

Þrúgur

Gamay
Frakkland
Frakkland
Mommessin

RZ Specification Groups

Árgangur

2022

Magn

75cl

Styrkur

13%

Bragð

Meðalfyllt

Sætleiki

Þurrt

Hérað/Svæði

Framleiðandi

Vefsíða

Korktappi
  Korktappi  
Vörulýsing

Sú var tíðin að vínin frá Beaujolais voru með þeim vinsælustu á Íslandi. Síðustu árin hafa þau hins vegar varla sést í vínbúðunum og raunar átt verulega undir högg að sækja víðar en hér. Að miklu leyti er það vínbændum í Beaujolais að kenna. Löng hefð er fyrir því að framleiða þar ung vín sem eru seld nokkrum vikum eftir uppskeru undir heitinu Beaujolais Nouveau. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar voru þau mikið í tísku og ýttu framleiðendur í Beaujolais óspart undir með stöðugt aukinni framleiðslu á Nouveau. Skyndilega datt botninn hins vegar úr tunnunni, eftir því sem framleiðslan jókst urðu vínin líka stöðugt verri og ómerkilegri.

Neytendur misstu áhugann á Nouveau og eftir sátu þeir í Beaujolais með ónýta ímynd. Í hugum fólks um allan heim var nefnilega komið samansemmerki á milli Nouveau-vínanna sætu og berjamiklu og Beaujolais. Þvílík synd. Vínin frá Beaujolais geta nefnilega verið alveg hreint yndisleg á sínum eigin forsendum. Þau eru unnin úr Gamay-þrúgunni, sem er náskyld Pinot Noir, en léttari og frískari.

Beaujolais-vínin eru unaðsleg matarvín ef þau eru vel gerð. Þetta er klassískt og gott Beaujolais frá Mommesin af vínvið sem er rétt um 40ára gamall, en vínið er í milliflokki Beaujolais-vínanna, þ.e. þeirra er fá að skeyta Villages aftan við heitið. Í nefi angan af rauðum berjum, þroskuðum jarðarberjum, rifsber, hindber og kirsuberjum, örlítið kryddað, sætur lakkrís og þurrkaður appelsínubörkur. Ungt og ferskt í munni, afskaplega þægilegt, ávöxturinn mjúkur en þéttur í sér. Það er ágætt að bera Beaujolais-vínin fram við örlítið lægra hitastig en stofuhita, örlítið kæld, en ekki köld. Svona um 16-18 gráður. Hentar vel með ljósu kjöti, ostum og jafnvel feitum fiski á borð við lax og bleikju.

Recognition
Recognition