RZ Specification Groups
Árgangur
2021
Magn
75cl
Styrkur
12.5%
Bragð
Meðalfyllt
Sætleiki
Þurrt
Land
Hérað/Svæði
Framleiðandi
Vefsíða
Hentar vel með
Vörulýsing
Bassermann-Jordan var stofnað árið 1718 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu allt til ársins 2002, þá var það keypt af Achim Niederberger. Staðsett í bænum Deidesheim og 50 hektara af víngörðum á flestum þekktum svæðum. Frá aldarmótum hefur vistfræðileg og lífeld ræktun ( Biodynamic ) verið stunduð, en það hefur aðeins nýlega sem vottunin hefur birst á flöskunum.
Á flöskumiðanum er mynd af svokallaðri „bacchans“ (latína), áhanganda vínguðsins Bakkusar sem heldur á blómvendi í annarri hendi og vínglasi í hinni. Myndin sýnir hana hylla brjóstmynd af keisaranum Próbusi, en brjóstmyndin stendur á skreyttum stalli með áletruninni PROBUS IMP (Próbus keisari). Í bakgrunninum má sjá vínekrur Palatíum og Rínardalsins. Rínardalurinn var á sínum tíma hluti Rómarveldis og var Próbus ábyrgur fyrir útbreiðslu vínræktarmenningu Rómverja um þau héruð Evrópu þar sem Rómverjar réðu ríkjum. Flöskumiðinn er virðingarvottur til Próbusar fyrir framlag hans til vínmenningar og þróunar vínræktar.
Vínviðurinn Sauvignon Blanc "S" er staðsettur í Ruppertsberger Hoheburg víngarðinum. Víngarður á litlu hálendi fyrir ofan þorpið gróðursettur árið 1998. Jarðvegurinn einkennist af veðruðum rauðs sandsteins með sand- og mold með kalkinnihaldi. Handtínd uppskera í tveim lotum, þrúgurnar látnar liggja í safanum í stuttan tíma eða þar til þær liggjast á botnum, gerjun fer svo fram í 500 lítra viðartunnum úr franskri eik og akasíu. Vínið er svo látið liggja á ger/þrúgu dreginum í rúmt ár og ósíað.
Glæsilegt í nefi, fínleg krydd, smá reykur, olía, ilmur fyrst og fremst af basil, tröllatré ásamt nashi peru og ástríðuávöxtum, í bragði þurr fínlegt sýra með safaríka áferð.